Teppa og húsgagnahreinsun í skipum

Mikið álag er á teppum í skipum og er þess vegna mikilvægt að hreinsa teppin reglulega til að koma í veg fyrir slit vegna ágangs. Tvær aðferðir eru í boði, blauthreinsun og þurrhreinsun, og fer val hreinsiaðferðar eftir tegund á teppi og álagi. Einnig er stundum sett á óhreinindavörn á álagssvæði.

Teppahreinsun (blauthreinsun) – Hentar vel ef um mjög óhrein teppi er að ræða.  Til að stutta þurrktíma er stundum notast við blásara.

Þurrteppahreinsun (yfirborðshreinsun) – Hentar vel við nokkrar aðstæður t.d. þar sem lausar teppaflísar eru.  Algengt er að teppaflísar séu t.d. í stýrishúsum.

BG sér einnig um djúphreinsun á húsgögnum í skipum.  Þar má nefna :

  • Hreinsun á stólum
  • Hreinsun á rúmdýnum
  • Djúphreinsun á sófum
  • Hreinsun á leðurhúsgögnum
  • Hreinsun á húsgögnum í setustofum skipa
  • Þrif á húsgögnum í matsal
  • Djúphreinsun á húsgögnum í brú skipa

Panta þjónustu

Hafðu samband