Þurrísblástur hentar einstaklega

vel í viðkvæm vélarúm á staði

sem ekki þola vatn

Þurríshreinsun er góð aðferð við sérhæfðar hreingerningar. Notast er við þurrís sem gufar upp eftir að hann lendir á yfirborðinu. Þurrísblástur hentar einstaklega vel í viðkvæm vélarúm á staði sem ekki þola vatn.  Þurrísblástur er viðurkennd hreinsiaðferð og oft á tíðum eini raunhæfi kosturinn við sérstakar aðstæður. Þurrísblástur er mjög umhverfisvæn hreinsiaðferð. BG notast við öflugan og sérhæfðan tækjabúnað sem gerir það að verkum að hægt er að ganga til verka hratt og vel.

Hentar vel á ýmsar vélar, tæki, túrbínur, rafalla, rafleiðslur ofl.  Oft er þurrísblástur notaður samhliða öðrum hreingerningaaðferðum

Panta þjónustu

Hafðu samband