BG býður upp á neyðarþjónustu

hvenær sem er sólarhringsins

BG hefur þjónustað tryggingafélög á þriðja áratug og hefur fyrirtækið unnið mikið fyrir öll tryggingafélög landsins. BG býður upp á neyðarþjónustu hvenær sem er sólarhringsins allan ársins hring í samvinnu og samkvæmt óskum og þörfum viðkomandi tryggingafélags.

  • Algengustu verkefnin í tjónum eru meðal annars.
  • Hreingerningar á skipum og bátum eftir bruna
  • Hreingerningar á vélarúmum eftir bruna
  • Hreingerningar eftir vatnstjón í skipum
  • Hreinsun á viðkvæmum véla og tæknibúnaði í skipum
  • Hreinsun á loftræstikerfum í skipum
  • Hreinsun á vinnslusvæðum skipa
  • Alhreinsun á skipum
  • Þurríshreinsun á vélarúmum

BG hefur fjárfest í miklum sérhæfðum tæknibúnaði og sérfræðiþekkingu til að geta boðið upp á hraðar og fumlausar lausnir hverju sinni. Sérþjálfað og þaulreynt starfsfólk BG tryggir að verkin séu unnin skipulega og samkvæmt ströngum gæðakröfum BG.

Panta þjónustu

Hafðu samband